Beikonvafinn aspas fyrir ketó kroppa

Aspas og beikon, stökkt og brjálæðislega gott snakk.
Aspas og beikon, stökkt og brjálæðislega gott snakk. mbl.is/Eazypeazymealz.com

Við bjóðum þessa girnilegu beikonvöfðu aspasstöngla velkomna hér inn. Stökkur og bragðgóður forréttur eða morgunmatur, eða sem kvöldsnakk – það má borða þetta öllum stundum ef við mættum ráða. Hér mælum við með að setja beikonvafða aspasinn á ofngrind til að hitinn leiki betur allan hringinn um snakkið.

mbl.is/Eazypeazymealz.com

Beikonvafinn aspas fyrir ketó kroppa

  • 24 aspasstönglar
  • 12 beikonsneiðar
  • 1 tsk. ólífuolía
  • ½ tsk. hvítlaukssalt
  • ½ tsk. svartur pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°.
  2. Skerið endann af aspasnum og dreypið ólífuolíu yfir. Stráið hvítlaukssalti og svörtum pipar yfir.
  3. Skerið beikonsneiðarnar til helminga, þannig að þú fáir tvær langar ræmur úr einni. Vefjið einni beikonræmu utan um aspasinn og setjið á ofngrind ofan á ofnplötu.
  4. Bakið í 10 mínútur og notið töng til að snúa þeim við í ofninum. Bakið áfram í 10-15 mínútur eða þar til beikonið er alveg að verða stökkt. Setjið þá ofninn á grillstillingu í 1-2 mínútur þar til aspasinn fær þetta stökka yfirbragð.
mbl.is/Eazypeazymealz.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert