Þreföld súkkulaðibomba

Þreföld súkkulaðiánægja er komin á borðið.
Þreföld súkkulaðiánægja er komin á borðið. mbl.is/Winnie Methmann

Við köllum á alla súkkulaðiaðdáendur þarna úti! Þið sem fáið vatn í munninn við það eitt að hugsa um súkkulaði ættuð að sleppa öllu frá ykkur og vinda ykkur í bakstur á þessari bombu sem við erum að bjóða upp á.

Þreföld súkkulaðibomba

 • 200 g smjör
 • 200 g 70% súkkulaði
 • 100 g hveiti
 • 3 egg
 • 250 g sykur
 • ½ tsk. salt
 • 150 g mjólkursúkkulaði
 • 150 g hvítt súkkulaði
 • Bökunarform, 20x30 cm

Skraut:

 • 25 g dökkt súkkulaði
 • 25 g mjólkursúkkulaði
 • 25 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjör og dökkt súkkulaði saman í potti.
 2. Pískið hveiti, egg, sykur og salt saman í skál þar til loftkennt. Hellið súkkulaðiblöndunni út í blönduna og blandið varlega saman með sleif. Hakkið mjólkursúkkulaðið og hvíta súkkulaðið gróflega og bætið út í deigið.
 3. Klæðið bökunarform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í ofni í 25 mínútur. Ágætt er að leyfa kökunni að kólna þar til daginn eftir – hún verður bara betri á að hafa staðið yfir nótt í ísskáp.
 4. Bræðið dökkt, mjólkur- og hvítt súkkulaði saman yfir vatnsbaði í potti. Dreypið súkkulaðinu yfir kökuna áður en hún er skorin í bita.
mbl.is