Ekki missa af matarmarkaðinum í Hörpu um helgina

Um helgina verður Matarmarkaður Íslands haldinn í Hörpu og ljóst að þar verður mikil veisla fyrir bragðlaukana. Bændur og framleiðendur verða á svæðinu og kynna vörur sínar, hægt verður að versla vörur á góðu verði auk þess sem spennandi uppákomur og fyrirlestrar verða í boði.

Það er alltaf gríðarleg stemning matarmörkuðum og eru gestir hvattir til að taka börnin með til að kynna matarmarkaði fyrir þeim.

Markaðurinn er opin frá kl. 11 til kl. 17 bæði laugardaginn 2. mars  og sunnudaginn 3. mars. Kostar ekkert inn og allir velkomnir.  

Hægt er að nálgast Facebook síðu markaðarins HÉR.

mbl.is