Hannaði eldhúsrúllustatíf handa mömmu sinni

Eldhúsrúllustatífið sem Søren Lassen hannaði fyrir mömmu sína.
Eldhúsrúllustatífið sem Søren Lassen hannaði fyrir mömmu sína. mbl.is/ByLassen

Hið velkunnuga hönnunarfyrirtæki, By Lassen, var stofnað af danska hönnuðinum Søren Lassen, barnabarni Mogens Lassen – þekkts arkitekt í Danmörku. Hönnun þeirra er þekkt víðsvegar um heiminn og þykir afar stílhrein og tímalaus.

Mogens Lassen hannaði hinn margróma Kubus kertastjaka árið 1962 sem er sannkölluð hönnunarklassík í dag. Beinar línur einkenna flest allar vörurnar frá ByLassen og gerir þær auðþekkjanlegar.

Ein varan frá ByLassen sem hefur þennan sama strúktúr og Kubus stjakinn, er eldshúsrúllustatíf, hannað af Søren sem gjöf fyrir móður sína í tilefni að 75 ára afmælinu hennar.

Það er nefnilega mikil hefð í Lassen fjölskyldunni að sitja sem oftast úti á verönd og borða allar þær máltíðir dagsins sem mögulegt er. Og þá er nauðsynlegt að vera með eldhúsrúllustatíf sem fýkur ekki í burtu við minnstu vindhviðu.  

Statífið er svo sannarlega í anda ByLassen.
Statífið er svo sannarlega í anda ByLassen. mbl.is/ByLassen
mbl.is/ByLassen
Hluti af vörulínu ByLassen.
Hluti af vörulínu ByLassen. mbl.is/ByLassen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert