Dúnmjúkar og dásamlegar Cinnabon-bollur

mbl.is/María Gomez

Hvernig er hægt að standast þennan fullkomna samruna íslenska bolludagsins og alls þess sem er amerískt? Kanelkonfekt eins og það gerist best hér úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem er heldur betur að poppa upp bolludaginn.

Dúnmjúkar og dásamlegar Cinnabon-bollur (amerísk kanilsnúðabolla)

  • Einn pakki af Toro Hveteboller-dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
  • 1 pakki vanillu Royal-búðingur
  • 1 pakki Toro-ostakrem
  • 125 g rjómaostur
  • 50 g smjör
  • 2,5 dl rjómi
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2 msk. og ½ bolli púðursykur (hvort í sínu lagi)
  • 40 g smjör
  • 1 msk. kanill og 1 tsk. (hvort í sínu lagi)
  • 2 msk. flórsykur

Aðferð:

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum.
  2. Í rjómakremið á milli er sett 2,5 dl mjólk og 2,5 dl rjómi, 2 msk. flórsykur, 1 tsk. kanill og 2 msk. púðursykur.
  3. Þessu er hrært saman með písk og vanillubúðingi hrært saman við og pískað saman í 1 mínútu. Leggið svo til hliðar.
  4. Svo er kanilbráð búin til úr 40 g af smjöri, 1 msk. kanil og ½ bolla af púðursykri sem er brætt saman í potti.
  5. Gerið svo rjómaostakremið ofan á með 50 g af mjúku smjöri og 125 g af rjómaosti sem hrært er út í einn pakka af Toro-ostakremi.
  6. Nú er svo að setja bolluna saman en þá er kanilbráð sett á botninn, kanilrjómi fer ofan á og bollunni lokað. Svo er ostakremið sett ofan á toppinn.
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert