Hanna Stína gefur lesendum góð ráð

Koparhúðaður háfurinn er þvílíkt augnakonfekt.
Koparhúðaður háfurinn er þvílíkt augnakonfekt. mbl.is/Gunnar Sverrisson

Hanna Stína hefur fyrir löngu getið sér orð sem einn færasti innanhússarkitekt landsins og við fengum að spyrja hana spjörunum úr.

Hvaða hönnuður er í mestu uppáhaldi hjá þér í augnablikinu?

Frakkinn Joseph Dirand – einfaldur í grunninn en notar svo ótrúlega falleg efni og áferðir til að bæta ofan á.

Hanna Stína innanhúsarkítekt þykir ein sú allra smekklegasta í bransanum.
Hanna Stína innanhúsarkítekt þykir ein sú allra smekklegasta í bransanum. mbl.is/

Hvernig var síðasta eldhús sem þú hannaðir?

Það var blanda af dökkgrárri eik og strúktúrlökkuðu mdf með smá marmara, kvars og smá dökku bronsi í höldum.

Hvert er næsta „trend“ í eldhúshönnun?

Höldur eru að koma inn aftur eftir mikla notkun á fræstum gripum.

Litir eru að koma inn á móti hvítlökkuðu – lökkuð eldhús í mildum gráum tónum og jafnvel dökkgrænum og bláum getur verið mjög fallegt.

Reykt eik og grá eik í viðartegundum og svo sýnist mér marmarinn ekkert vera á undanhaldi – síður en svo.

Þetta eldhús er með því fallegra sem sést hefur hér …
Þetta eldhús er með því fallegra sem sést hefur hér á landi. mbl.is/Gunnar Sverrisson

Uppáhaldsefniviður?

Falleg lýsing ef hún væri efniviður getur lyft allri hönnun á hærra plan – það verða flest efni falleg í réttri lýsingu

Hvað einkennir fallegt eldhús?

Óljós mörk á milli þess að eldhúsið sé eins og falleg mubla frekar en eitthvað sem er eingöngu hannað og hugsað til þess að fullnægja matarþörf. Góð lýsing í bland við skrautlýsingu – 3-4 efniviðir sem fá að vinna fallega saman.

Eldhús getur verið fallegasta herbergið í húsinu því þar er oftast hjarta heimilisins.

Hér má sjá einstaklega fallegt eldhús þar sem búrskápurinn er …
Hér má sjá einstaklega fallegt eldhús þar sem búrskápurinn er kyrfilega falinn. mbl.is/Gunnar Sverrisson

Hvað er mikilvægast í eldhúshönnun?

Skipulagið þarf auðvitað að vera gott – sem og rétt notkun á efnum og rétt lýsing.

Hvernig verkefni er skemmtilegast að fá?

Verkefni þar sem ég fæ frjálsar hendur frá a til ö og mér er treyst fyrir öllu – það veitir mér mikið öryggi og það sést á lokaútkomunni.

Algengustu mistök sem fólk gerir við eldhúshönnun?

Það klikkar oftast á lýsingunni sem er þá eitthvað sem kemur síðast og getur orðið klúður.

Eins og sjá má er búrskápurinn bæði rúmgóður auk þess …
Eins og sjá má er búrskápurinn bæði rúmgóður auk þess sem lýsingin er til fyrirmyndar en Hanna leggur mikla áherslu á mikilvægi góðrar lýsingar. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Takið eftir speglaveggnum í eldhúsinu.
Takið eftir speglaveggnum í eldhúsinu. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Stílhreint og skemmtilegt. Takið eftir viftunni í loftinu.
Stílhreint og skemmtilegt. Takið eftir viftunni í loftinu. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert