Stökkt súkkulaði með hindberjasorbet

Stökkt súkkulaði með hindberjasorbet.
Stökkt súkkulaði með hindberjasorbet. Ásdís Ásgeirsdóttir

Hefur þig dreymt um að slá um þig með eftirrétti sem fólk verður agndofa yfir? Svo góður reyndar að fólk grátbiður þig um uppskriftina og lofar þér öllu fögru í staðinn.

Þessi er í þeim flokki og ekki að ósekju því hún kemur úr smiðju RVK Meat.

Stökkt súkkulaði með hindberjasorbet

Fyrir 10

Súkkulaðimús

  • 100 g súkkulaði, 54%
  • 175 g tófú
  • 40 g púðusykur
  • 1 g salt

Látið súkkulaðið bráðna yfir vatnsbaði. Setjið tófú, púðursykur og salt í blandara og látið blandast vel. Bráðnu súkkulaðinu er bætt rólega út í. Setjið allt í skál og látið kólna.

Hindberjasorbet

  • 50 g frosin hindber
  • 20 ml vatn
  • 10 g sítrónusafi
  • 5 g agave-síróp

Setjið hráefnin í pott og sjóðið upp í að minnsta kosti eina mínútu. Setjið á bakka og kælið. Setjið í blandara þegar blandan er orðin köld og maukið, gott er að bæta smá auka vatni saman við til að ná að vinna það saman. Setjið í ísvél og látið frysta. Raðið saman á disk og skreytið með ferskum hindberjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert