Brauðtertan sem þið hafið aldrei smakkað

mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Úlalala... hér er eitthvað nýtt. Svona brauðtertu höfum við hreinlega ekki séð áður en hún er ótrúlega spennandi og eiginlega eitthvað sem verður að prófa.

Það er Hjördís Dögg á Mömmur.is sem á heiðurinn að henni eins og henni einni er lagið.

Bergbys-brauðterta

 • rúllutertubrauð
 • Mæjónes t.d. Hellmann's
 • Kál
 • Beikonsmurostur
 • Bergbys-sinnep
 • Mexíkóostur
 • Rautt pesto
 • Hunangsskinka
 • Doritos

Aðferð:

 1. Fyrsta brauðlag: Mæjónes, kál og Bergbys-sinnep. Mæjónesi er smurt undir næsta brauðlag.
 2. Annað brauðlag: Smurostur, hunangsskinka og mexíkóostur rifinn. Smurostur smurður undir næsta brauðlag.
 3. Þriðja brauðlag: Pestó, kál og Bergbys-sinnep. Mæjónesi er smurt undir næsta brauðlag.
 4. Fjórða brauðlag – efsta lag: Sýrðum rjóma er smurt yfir brauðið. Kál sett yfir ásamt doritosflögum og rifnum mexíkóosti.
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is