Grillaður maís að hætti RVK Meat

Grillaður maís.
Grillaður maís. Ásdís Ásgeirsdóttir

Maís er gróflega vanmetið meðlæti og ekki síst með góðri steik. Hér er útgáfa sem er algjörlega upp á tíu þar sem búið er að leika sér með maísinn þannig að útkoman ætti að koma öllum skemmtilega á óvart.

Grillaður maís

Fyrir 1-2
  • 1 ferskur maís
  • 1 msk. sýrður rjómi
  • 2 tsk. Sriracha-sósa
  • 2-3 msk. brauðraspur

Afhýðið maísinn og hreinsið. Sjóðið hann svo í 15 mín. eða eldið í ofni á gufu á 100°C í 10 mín. Grillið hann í smá tíma til að fá góða brúningu á hann, skerið svo í helminga og setjið á disk. Setjið sýrðan rjóma og Sriracha-sósu frjálslega yfir maísinn og endið með að setja heimagerðan brauðrasp yfir.

Heimagerður brauðraspur (geymið afganginn fyrir bleikjuna)

  • 4 stk. brauðsneiðar
  • 125 g smjör

Skerið brauðið í litla teninga eða vinnið það í matvinnsluvél til að fá það smátt skorið. Setjið í pott með smjöri og eldið þangað til brauðið verður gullinbrúnt. Hellið smjöri af og leyfið því að þorna á pappír.

RVK Meat er fallega hannaður staður.
RVK Meat er fallega hannaður staður. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert