Mamma Matthíasar bakaði Hataraköku

mbl.is/skjáskot af Facebook

Það var greinilegt að bakstur var leiðin til að vinna hylli kjósenda í gær (svona fyrir utan geggjuð atriði og almenn skemmtilegheit) því Hataraklanið bakaði grimmt.

Meðlimir Hatara fetuðu í fótspor Bjarna Ben. og skelltu í eina fallega bleika sykurmassahjúpaða köku með tilheyrandi nostri og krúttheitum. Það skilaði sér greinilega og bræddi hjörtu þjóðarinnar.

Ekki síðri var kaka móður Matthíasar Tryggva Haraldssonar, Ágústu Kristínar Andersen, sem lofaði kökubita og hvatti fólk til að kjósa.

Kakan er verðugur keppinautur köku ársins og verður væntanlega bökuð fyrir þó nokkur partí 14. maí næstkomandi þegar forkeppni Eurovision verður haldin.

100 stig í hús fyrir þessa köku. Meira svona.

Þessi kaka er ekkert annað en listaverk.
Þessi kaka er ekkert annað en listaverk. mbl.is/skjáskot af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert