Undurfögur eldhús frá VIPP

mbl.is/VIPP

Danska hönnunarfyrirtækið VIPP hóf feril sinn árið 1939 er fyrsta varan leit dagsins ljós. Stofnandi fyrirtækisins, Holger Nielsen, hannaði fyrir eiginkonu sína ruslafötu sem síðar átti eftir að verða þekktasta tunna heims.

Eldhúshönnun VIPP er hugsuð í einingum, þar sem möguleikarnir eru endalausir í að raða saman eftir þínum þörfum og óskum. Þeir bjóða upp á eldhúseyju, eldhúseyju með sætaplássi, háar einingar og vegghillur. Allt eftir því hvar þarfir þínar liggja.

Eldhúsin eru til daglegra nota og eiga að duga þér alla ævina. Það eru því engar málamiðlanir gerðar varðandi efnisval, því hér er aðeins það besta í boði sem endurspeglast í öllum þeim smáatriðum sem mögulega finnast í hönnuninni.

Hönnunin eins og húsgagn

Það fer ekkert á milli mála að einingarnar frá VIPP eru ekki eins og flest þau eldhús sem við þekkjum til. Þau eru nánast eins og fallegt húsgagn sem maður dáist að úr fjarska og nýtur þess að nota. Gólfeiningarnar eru á fótum svo auðvelt er að komast með moppuna undir og þrífa. Það gefur innréttingunni líka meiri léttleika að sjá hana svífa hálfpartinn yfir gólfinu eins og hver önnur mubla á heimilinu. Fæturnir eru með upphækkanlegum skrúfum sem auðveldar að rétta einingu af á annars ójöfnum gólfum. Öll horn á einingunum eru rúnnuð sem endurspeglar almennt hönnun frá VIPP og gefur þetta mjúka yfirbragð sem erfitt er að setja fingur á við fyrstu sýn. Eldhúsin frá VIPP fást í EPAL.

mbl.is/VIPP
mbl.is/VIPP
mbl.is/VIPP
mbl.is/VIPP
mbl.is/VIPP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert