Dásamlegur saltfiskréttur frá Höllu Báru og Gunna

mbl.is/Gunnar Sverrisson
<span><span>Meistarahjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson eru annálað smekkfólk og fagurkerar og eiga það einnig til að elda betri mat en flestir. Hér gefur að líta saltfiskrétt frá þeim hjónum sem ætti að slá í gegn á öllum heimilum. <br/></span></span> <span><span>Þau segja uppskriftina ættaða </span>frá Portúgal og hún hafi verið í fjölskyldunni lengi - við miklar vinsældir.</span><span><br/></span> <span>Halla Bára og Gunnar halda úti bloggsíðunni <a href="https://www.homeanddelicious.is" target="_blank">Home and Delicious</a> og þar er að finna ansi margt ógnarfagurt og skemmtilegt. </span>
<span><b> Portúgalskur saltfiskréttur</b></span>
  • 1 kg útvatnaður saltfiskur, soðinn og þerraður
  • 1 meðalstór laukur, smátt saxaður
  • 4 hvítlauksrif, eftir smekk, fínt skorin eða marin
  • 5-6 egg, hrærð
  • 2-3 lárviðarlauf
  • 2 dl gæða ólífuolía
  • sjávarasalt og svartur pipar
  • lófafylli fersk steinselja, smátt söxuð
  • svartar ólífur
  • 600 g kartöflur afhýddar og skornar í mjóa strimla, djúpsteiktar í olíu, þerraðar og saltaðar með sjávarsalti

Aðferð:

  1. Hitið ólífuolíu í potti. Laukur og hvítlaukur er látinn malla í olíunni í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Lárviðarlaufin eru sett út í olíuna og leyft að malla aðeins með.
  2. Rífið saltfiskinn niður og hrærið hann saman við olíuna og laukinn, látið malla saman í nokkrar mínútur og piprið fiskinn eftir smekk.
  3. Takið pottinn af hitanum og hrærið eggin saman við fiskinn og gætið að því að jafna vel úr eggjablöndunni. Setjið pottinn á lágan hita.
  4. Hrærið kartöflustrimlana varlega saman við réttinn, þá steinseljuna. Smakkið til með salti ef þarf, fer eftir saltstyrk fisksins. Skreytið með steinselju og svörtum ólífum. Gott að bera þær einnig fram með réttinum.
  5. Fersk salat, gott brauð og gæðavín er best með þessum virkilega góða mat. Rétturinn er ekki síðri kaldur en heitur og eins daginn eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert