Sjúklegasta kjúklingasalat síðari ára

Hversu sætar þessar kartöflur!
Hversu sætar þessar kartöflur! mbl.is/Winnie Methmann

Við vitum að bakaðar kartöflur eru frábært meðlæti en megum við kynna fyrir ykkur sætar kartöflur sem taka allt annað á hærra plan? Hér er svakalega girnileg og góð uppskrift að bökuðum sætkartöflum með fersku kjúklingasalati.

Bakaðar og sætar með salati

 • 4 stórar sætar kartöflur
 • 125 g klettasalat

Kjúklingasalat:

 • 500 g kjúklingabringur
 • 1 laukur
 • 2 stór hvítlauksrif
 • 2 lárviðarlauf
 • 1 tsk. piparkorn, heil
 • 2 tsk. salt
 • ½ l vatn
 • 50 g sólblómafræ
 • Handfylli fersk basilika
 • 2½ dl ricotta
 • 3 msk. grænt pestó
 • ½ sítróna
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°. Skolið kartöflurnar og pikkið í þær með gaffli. Setjið kartöflurnar á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í 45-60 mínútur, þar til þær eru orðnar mjúkar.
 2. Kjúklingasalat: Skerið hverja bringu í 3 hluta. Skerið lauk og hvítlauk gróflega og setjið í pott ásamt lárviðarlaufum, piparkornum, salti og vatni og leyfið suðunni að koma upp. Leggið kjúklinginn í pottinn og látið sjóða í 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Takið kjúklinginn úr pottinum og látið kólna. Rífið kjötið með tveim göfflum. Ristið sólblómafræin á þurri pönnu og hakkið basilikum fínt. Blandið tætta kjúklingnum við sólblómafræin, basilikum, ricotta, grænt pestó, sítrónusafa og rifinn börk af sítrónu. Smakkið til með salti og pipar.
 3. Skerið í sætu kartöflurnar og fyllið með kjúklingasalatinu. Berið fram með klettasalati og ferskri basiliku.  
mbl.is