Bananabrauð Boggu á Núpi

Ekki amalegar veitingar hér á boðstólnum.
Ekki amalegar veitingar hér á boðstólnum. mbl.is/Albert Eiríksson

Hver elskar ekki gott bananabrauð? Hér erum við með uppskrift sem kennd er við Boggu frænku en frændi hennar, matarbloggarinn og meistarinn Albert Eiríksson, deildi þessari uppskrift frænku sinnar sem hann segir að sé undurgóð.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Bananabrauð

  • 1/2 bolli sykur
  • 1 bolli hveiti
  • 2 stappaðir bananar
  • 1 egg
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1/4 tsk. salt

Öllu hrært saman í hrærivél og bakað í ca. 35 mín. við 180°C. Og hér er lykilatriði að nota vel þroskaða banana.

mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert