Ketó morgunþruman sem reddar deginum

mbl.is/TM

Hér kemur uppskrift að fljótlegum lágkolvetnamorgundrykk sem jafnframt er ketó ef þú nennir ekki að baka brauð eða brasa egg alla morgna og vilt hvíla gríska jógúrtið! 

<strong>Ketó morgunþruman sem reddar deginum</strong>
  • 1 avocado 
  • 1 væn lúka spínat eða grænkál
  • 1 límóna - safinn 
  • 2 cm ferskt engifer skorið í þunnar sneiðar (til að losna við þræðina)
  • 300 ml vatn (má setja kókosmjólk til drykkjar á móti vatninu 50/50)
  • 10 vanillu- mintu- eða kókosstevíudropar 
  • lúka ferk minta (má sleppa)
  • 1/4 agúrka 
  • 1 msk. Husk-trefjar 

Allt sett í blandara og látið tryllast uns silkimjúkt.

mbl.is