Svartagaldurs-súkkulaðikakan innihélt hráefni sem engan gat grunað

Svartagaldurs-súkkulaðikakan (e. Black Magic Chocolate Cake) er gríðarlega vinsæl kökuuppskrift sem má segja að hafi náð hvað mestum vinsældum um miðja síðustu öld. Hún er goðsögn meðal súkkulaðikaka sem er snargalið.

Svartagaldurskakan inniheldur nefnilega heilda dós af tómatsúpu og ef það er ekki galið þá veit ég ekki hvað. Samstarfskona mín hér hjá Árvakri og matargúru með meiru, Lára Fanney Gylfadóttir, tók að sér það vandasama verk að baka kökuna og hér gefur að líta afraksturinn. Skyldi hún vera góð eða er þetta ein af þessum hugsanavillum fortíðar líkt og að það væri hollt að reykja?

Athugið að í uppskriftinni er notast við amerískar mælieiningar.

Svartagaldurs-súkkulaðiðkaka

 • 1¾ bollar af hveiti
 • 2 bollar sykur
 • ¾ bollar kakó
 • 2 tsk. matarsódi
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. salt
 • 2 egg
 • 1 dós tómatsúpa
 • 1 bolli súrmjólk
 • ½ bolli matarolía
 • 1 tsk. vanilla

Aðferð:

 1. Sigtið saman fyrstu sex hráefnin.
 2. Bætið næstu fimm hráefnunum við og hrærið í hrærivél á miðlungshraða í sex mínútur.
 3. Hellið í smurt form og bakið tvo botna.
 4. Bakið við 180 gráðu hita í 35-40 mínútur. (Byrjið að athuga með kökuna eftir 30 mínútur til að passa upp á að hún ofbakist ekki).
 5. Athugið að kakan lyftir sér vel og nánast tvöfaldast að stærð. Passið því vel að fylla formin ekki eða þú gætir átt á hættu að eldhúsið færi á hliðina.
mbl.is/
mbl.is