Heitustu tilboðin um helgina

mbl.is/

Það er Kringlukast og nauðsynlegt að gramsa og sjá hvaða snilldartilboð eru í gangi sem vert er að stökkva á. Við fórum yfir það helsta og þetta er það sem okkur líst best á:

mbl.is/

Í Byggt og búið er 30% afsláttur af hágæða japönskum hnífum frá KAI. Bæði af Pure Komachi2-línunni, þessari fallegu litríku, og af Wasabi black sem eru algjörir lúxushnífar.

mbl.is/

Svo eru glæsilegu salt- og piparkvarnirnar frá franska framleiðandanum Peugeot komnar í Byggt og búið og eru á 25% afslætti. Mjög vandaðar og fallegar kvarnir í öllum stærðum og gerðum. Að auki endast þær vel (ég hef átt mína í 13 ár).

mbl.is/

Einnig vegleg Oval-grillpanna frá Le Creuset – einum vinsælasta steypujárnsframleiðanda í heiminum. Þetta er stór og vegleg steypujárnspanna, 32 cm í ummál, svört og mött með sósustútum hvorum sínu megin svo auðvelt er að hella úr henni. Pannan heldur einstaklega vel hita og má fara inn í ofn, á grillið og á allar gerðir helluborða. Hún er á 30% afslætti og kostar aðeins 13.995 kr. á Kringlukasti en fullt verð er 19.995. Fyrir þá sem vilja byrja að safna sér Le Creuset í eldhúsið er þetta frábær gripur í safnið.

mbl.is/

Í Kúnígúnd má fá Cathrine Holm of Norway-skálar á 50% afslætti en þær fást í mörgum stærðum og litum. Skálarnar eru handmálaðar úr stáli og taka sig sérstaklega vel út í eldhúsinu undir ávextina eða grænmetið, sem salatskál á borðið eða fyrir snakkið í partýinu. Nú eða undir kryddjurtirnar!

mbl.is/

Svo er 40% afsláttur af Wüsthof-hnífum, brýnum, hnífastöndum o.fl. Wüsthof eru vandaðir þýskir hnífar og úrvalið er ótrúlega mikið. Í Kúnígúnd fást Wüsthof-hnífar í öll verkefni.

mbl.is/

Svo er 25.000 króna afsláttur af glæsilegu pottasetti frá WMF úr Quality One-línunni. Tilboðsverð 29.995/ verð áður 54.990.

Við erum að tala um fjögurra stykkja pottasett með glerlokum úr ryðfríu stáli sem er rispuþolið efni. Höldurnar á pottunum haldast kaldar lengur sem dregur úr hættu á að kokkurinn brenni sig sem er alltaf plús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert