Helgarpizzan er gúrmet calzone

Calzone er flatbaka vikunnar.
Calzone er flatbaka vikunnar. mbl.is/Parker Feierbach

Erum við mögulega að gleyma þessari frábæru útgáfu af pizzu? Calzone er öðruvísi upplifun á hinni einföldu flatböku þegar hráefnin eru falin undir deiginu. Í þessu tilviki eru engar reglur varðandi hráefnið, þú setur þitt calzone saman með öllu því sem hugurinn girnist.

Helgarpizzan er gúrme calzone

 • Bökunarsprey
 • Pizzadeig
 • Hveiti
 • Pizzasósa
 • Ricotta
 • Pepperóni
 • Rifinn ostur
 • Ólífuolía
 • Kosher-salt

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 260° og úðið tvær bökunarplötur með bökunarspreyi.
 2. Stráið hveiti á borðið, skiptið pizzadeiginu niður og fletjið út.
 3. Setjið pizzasósu fyrir miðju deigsins og dreifið léttilega úr. Setjið ricotta, pepperóni og rifinn ost ofan á sósuna.
 4. Brjótið deigið saman til helminga og klemmið endana saman. Smyrjið með ólífuolíu og stráið salti yfir. Gott er að skera í toppinn á 2-3 stöðum til að loft nái að leika um.
 5. Bakið í ofni þar til gyllt og osturinn bráðnaður, um 20 mínútur. Gott er að pensla aftur með olíu eftir helminginn af tímanum í ofninum.
 6. Látið kólna í nokkrar mínútur áður en borið er fram.
mbl.is/Parker Feierbach
mbl.is/Parker Feierbach
mbl.is/Parker Feierbach
mbl.is/Parker Feierbach
mbl.is/Parker Feierbach
mbl.is