Ný mímósa tryllir Vesturbæinn

mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Mímósur hafa lengi vel glatt heimsbyggðina og þá sérstaklega sem hluti af hinni geysivinsælu bröns-menningu. Mímósa er eins og flestir vita freyðivín og ávaxtasafi til helminga. Yfirleitt appelsínusafi.  

Klassískur og góður drykkur sem selst í massavís hérlendis allar helgar. En nú er mætt útgáfa af drykknum góða sem þykir líklegur til að verða vinsæll umfram bröns-hefðina. Um er að ræða granateplamímósu þar sem pressaður er safi úr hálfu granatepli út í freyðivín – helst prosecco.  

Ónefndar konur vestur í bæ kynntust drykknum góða á nýja blómabarnum Lunu Flórens út á Granda en hann er líklega eini barinn sem selur bæði blóm, kristalla, gjafavöru og kokteila. Staðurinn er í eigu Írisar Ann Sigurðardóttur ljósmyndara og Lucasar Keller matreiðslumanns sem einnig eiga og reka hinn vinsæla veitingastað The Coocoo‘s Nest í verbúðinni við hliðina á Lunu Flórens. 

„Hugmyndin að nýju mímósunni kom þegar við Lucas vorum á Slow Food-hátíðinni í Torino, þar var fólk að fá sér skot af ferskum granateplasafa. Safinn er mjög hollur, stútfullur at K-vítamíni sem er fyrirbyggjandi fyrir marga sjúkdóma, þannig að við byrjuðum á því að bjóða upp á safann sem skot. Svo er ég með smá kæk að setja prosecco í allt,“ segir Íris sem mælir með að nota ítalskt prosecco.  „Mér finnst best freyðivínið frá Tommasi. Útkoman er svona ótrúlega góð og varð strax mjög vinsæl.“ 

Hörðustu aðdáendur mímósunnar þar á bæ hafa keypt sér granateplapressu á erlendum vefsíðum en það má einnig kaupa slíkan safa í flöskum í fínni matvöruverslunum. Nú eða bara skella sér á barinn. Við á Matarvefnum þykjumst viss um að hér er komin vonarstjarna sumarsins. Eldrauð og unaðsleg með slatta af vítamínum 

Granateplamímósa Lunu Flórens 

  • 150 ml Prosecco  
  • 30-40 ml ferskur granateplasafi  
  • Klakar  

 

Íris Ann Sigurðardóttir á og rekur bæði Coocoo´s Nest og …
Íris Ann Sigurðardóttir á og rekur bæði Coocoo´s Nest og Luna Florens út á Granda. mbl.is/Rebekka Rut Marínós
Gullfallegu kökurnar frá Bauninni sem við á Matarvefnum höfum lofað …
Gullfallegu kökurnar frá Bauninni sem við á Matarvefnum höfum lofað í hástert fást á Lunu Flórens enda einstaklega blómlegar. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Luna Flórens er í eigu Írisar Ann Sigurðardóttur ljósmyndara og …
Luna Flórens er í eigu Írisar Ann Sigurðardóttur ljósmyndara og Lucasar Keller matreiðslumanns sem einnig eiga og reka hinn vinsæla veitingastað The Coocoo‘s Nest í verbúðinni við hliðina á Lunu Flórens. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Hægt er að kaupa fallega steina og kristala á Lunu …
Hægt er að kaupa fallega steina og kristala á Lunu Flórens. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert