Pítsa með hráskinku, ruccola, sveppum, avocadó og mosarella-perlum

mbl.is/Linda Ben

Þessi dásemd er hreinræktað sælgæti enda höfundur hennar engin önnur en Linda Ben. Það er ekki nokkur leið að standast svona og því hvetjum við ykkur eindregið til að láta vaða og prófa þessa snilld.

Matarbloggið hennar Lindu er hægt að nálgast HÉR.

Heimabökuð pítsa með hráskinku, ruccola, sveppum, avocadó og mosarella-perlum

  • 250 ml volgt vatn

  • 2 msk. olífuolía

  • 7 dl hveiti (ég setti 5 dl hveiti og 2 dl heilhveiti)

  • 2 tsk. þurrger

  • 2 tsk. salt

Álegg

  • Pizza-sósa

  • Rifinn pizza-ostur

  • 8 sveppir

  • Parma-skinka

  • Ruccola-salat

  • Avocadó

  • Mosarella-perlur

  • Pipar

Aðferð:

  1. Setjið gerið út í vatnið og hrærið saman.

  2. Blandið hveiti og salti saman í skál.

  3. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.

  4. Bætið ólífuolíunni út í og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.

  5. Leyfið deiginu að hefast í a.m.k. 1 klst.

  6. Stillið ofninn á 240°C, skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið deigin út.

  7. Setjið pizzusósu og pizzaost á deigið, skerið sveppina og raðið á botnana, bakið þá í ofni í ca. 10 mín. eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast og kantarnir á deiginu líka.

  8. Takið pizzuna út úr ofninum og raðið parmaskinku, ruccola, mosarella-perlum og toppið með svörtum pipar.

mbl.is/Linda Ben
Linda Ben er vinsæll matar- og lífstílsbloggari.
Linda Ben er vinsæll matar- og lífstílsbloggari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert