Fallegustu framhliðarnar á IKEA-einingar

Danska fyrirtækið &SHUFL sérhæfir sig í að framleiða framhliðar á …
Danska fyrirtækið &SHUFL sérhæfir sig í að framleiða framhliðar á IKEA-einingar. mbl.is/&SHUFL

„Allt annað en venjulegt“  við erum að vitna í slagorð danska hönnunarfyrirtækisins &SHUFL sem sérhæfir sig í að framleiða skápaframhliðar á IKEA-einingar.

Hönnun &SHUFL hefur víða vakið einstaka athygli, enda erfitt að setja fingur á hvað það er sem gerir smíði þeirra svona glæsilega. Þeir bjóða upp á úrval af litum, efni og útliti sem þú getur blandað saman að vild – allt sem endurspeglar þinn stíl án þess að verðmiðinn tæmi budduna.

Það er alls ekkert út á IKEA-eldhús að setja, enda með frábæran grunn sem margir vilja lífga aðeins upp á. &SHUFL hannar og smíðar framhliðar á eldhúseiningar eins og Metod og Faktum, einnig á skápaeiningarnar Pax og Godmorgon sem eru hugsaðar inn á bað- og svefnherbergi. Það er jákvætt að geta blandað saman ólíkum framleiðendum eins og IKEA og &SHUFL sem tekur innréttinguna algjörlega upp á næsta plan.

Næst þegar þú hefur hugsað þér að skipta út IKEA-innréttingu skaltu skoða þessa lausn, því yfirleitt eru það einingarnar sjálfar sem eru heilar þó að útlitið sé farið að segja til sín. Við mælum líka með því að trítla við í sýningarsal þeirra í hjarta Kaupmannahafnar ef einhver á leið þar hjá, en þeir deila rými með öðrum þekktum fyrirtækjum sem gaman er að heimsækja.

Sérlega fallegur litur á þessu eldhúsi.
Sérlega fallegur litur á þessu eldhúsi. mbl.is/&SHUFL
Hleypið okkur nær! Þessi blái litur, þessar höldur og þessi …
Hleypið okkur nær! Þessi blái litur, þessar höldur og þessi gyllti krani er alveg að fara með okkur. mbl.is/&SHUFL
Sjáið hversu stílhreint þetta er.
Sjáið hversu stílhreint þetta er. mbl.is/&SHUFL
Fágað og töff! Græni liturinn í bland við dökkan við …
Fágað og töff! Græni liturinn í bland við dökkan við og gylltar höldur. Þetta eldhús fær fjórar stjörnur af fjórum mögulegum. mbl.is/&SHUFL
Pastelgræn innrétting er eldhús að okkar skapi.
Pastelgræn innrétting er eldhús að okkar skapi. mbl.is/&SHUFL
Orð eru algjörlega óþörf, þetta segir sig sjálft.
Orð eru algjörlega óþörf, þetta segir sig sjálft. mbl.is/&SHUFL
&SHUFL hannar líka skápaframhliðar á svefnherbergis- og baðeiningar. Og þessi …
&SHUFL hannar líka skápaframhliðar á svefnherbergis- og baðeiningar. Og þessi útkoma er fullkomin. mbl.is/&SHUFL
mbl.is