Það sem flestir gleyma að þrífa

Choreograph

Flest erum við sæmilega meðvituð um mikilvægi þess að þrífa híbýli okkar reglulega. Við erum nokkurn veginn með á hreinu(!) hvað ber að þrífa en þó er einn hlutur sem gleymist ansi víða.

Við erum að tala um fjarstýringar. Öll handleikum við fjarstýringarnar á heimilinu, oft með skítugar hendur og stundum alveg hreint fárveik.

Fjarstýringar geta því verið gróðrarstía fyrir bakteríur og alls ekki í húsum hæfar, ef þannig mætti að orði komast. 

Munið því að þrífa fjarstýringuna reglulega. Þarf ekki að vera flókið og ALLS ekki leggja hana í bleyti. Það gæti gert út af við hana. 

mbl.is