Múslístangirnar sem fjölskyldan elskar

Hinar fullkomnu múslístangir eru fundnar.
Hinar fullkomnu múslístangir eru fundnar. mbl.is/Stine Troense

Lokaútkoman í uppskriftum sem þessum á það til að vera dálítið þurr í sér. Hér aftur á móti eru þessir stökku múslí-bitar jafn góðir, ef ekki betri en þeir sem þú kaupir úti í búð. Svo frábært að eiga slíkt góðgæti og grípa með á morgnana út í amstur dagsins.

Stökkar múslí-stangir – betri en búðarkeyptar

 • 1 msk. múskóvadósykur eða púðursykur
 • ¼ ltr. niðursoðin mjólk (condensed milk – um 350 g)
 • 175 g þurrkaðar apríkósur
 • 150 g haframjöl
 • 50 g graskerskjarnar
 • 50 g möndlur
 • 2 hrískexkökur

Aðferð:

 1. Hakkið apríkósur og möndlur. Hrærið múskóvadósykurinn saman við niðursoðnu mjólkina ásamt apríkósum, haframjöli, graskerskjörnum og hökkuðum möndlum.
 2. Brjótið hrískökurnar niður og sáldrið í blönduna.
 3. Setjið bökunarpappír í eldfast mót, 20x30 cm, og hellið deiginu í mótið.
 4. Hitið ofninn í 175° og bakið í 30 mínútur. Þegar múslíið hefur kólnað er það skorið út í sirka 15 bita.
mbl.is