Barbie fagnar 60 ára afmæli með glæstum kökum

Sextug og stórglæsileg að vanda!
Sextug og stórglæsileg að vanda!

Ein vinsælasta dúkka heims varð sextug um helgina – og fólk alls staðar í heiminum fagnaði með því að baka kökur henni til heiðurs. Við erum að tala um hina einu sönnu Barbie sem hefur fylgt mörgum sálum í gegnum bernskuárin.

Barbie-kökurnar spruttu upp á Instagram eins og enginn væri morgundagurinn og klárt mál að dúkkan nýtur enn í dag mikilla vinsælda, því metnaðurinn við baksturinn var slíkur. Ný dúkka var einnig framleidd í tilefni dagsins í sérstakri heiðursútgáfu sem safnarar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Barbie er klædd hvítum glitrandi kjól með eyrnalokka og í háum hælum. Hárið er ljóst og tekið upp í tagl og minnir meira á upprunalega útlit hennar – eins flott og hún getur verið miðað við aldur. 

Barbie var fagnað með stórglæsilegum kökum sem mátti sjá víða …
Barbie var fagnað með stórglæsilegum kökum sem mátti sjá víða á Instagram. mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
Sérstök afmælisútgáfa af dúkkunni og ekkert til sparað.
Sérstök afmælisútgáfa af dúkkunni og ekkert til sparað. mbl.is/Mattel
Kjóllinn hefur vakið athygli enda dressið í sérstakri afmælisútgáfu.
Kjóllinn hefur vakið athygli enda dressið í sérstakri afmælisútgáfu. mbl.is/Mattel
Barbie klikkar ekki á smáatriðunum, háir hælar og eyrnalokkar.
Barbie klikkar ekki á smáatriðunum, háir hælar og eyrnalokkar. mbl.is/Mattel
mbl.is/Mattel
mbl.is