Ed Sheeran opnar veitingastað í London

AFP

Samkvæmt heimildum hyggst hinn eini sanni Ed Sheeran opna veitingastað í London á næstunni. Ku hann hafa keypt veitingastaðinn Galacia í fyrra ásamt umboðsmanni sínum, Stuart Camp. Ætla þeir félagar að opna stað sem er í senn veitingastaður, bar og tónleikastaður.

Ekki er vitað hvenær staðurinn mun opna en við fylgjumst að sjálfsögðu með.

Ed Sheeran hefur upplifað eitt og annað.
Ed Sheeran hefur upplifað eitt og annað. AFP
mbl.is