Fáránlega einfalt Ketó snakk

mbl.is/skjáskot

Hér erum við með snakk sem er merkilega líkt hefðbundnu snakki fyrir utan auðvitað að innihalda engin kolvetni. Það er gríðarlegur plús á þessum síðustu og verstu tímum og bestu fréttirnar eru að það tekur litla stund að búa það til.

Fáránlega einfalt Ketó snakk

  • Ostur í sneiðum (hér er betra að kaupa tilbúinn ost)
  • 2 msk. taco krydd

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 120 gráður og setjið smjörpappír á ofngrind Skerið hverja ostsneið í níu jafna bita og setjið í skál. Sáldrið taco kryddinu yfir og hyljið hvern bita.
  2. Endurtakið uns þið eruð búin að þekja allan ostinn með þessum hætti. Þið gætuð þurft meira taco krydd.
  3. Raðið ostbitunum á ofngrindina (ofan á smjörpappírinn) og bakið í 40 mínútur. Bitarnir verða enn stökkari þegar þeir kólna. Látið standa í tíu mínútur og takið síðan af smjörpappírnum.
mbl.is/skjáskot
mbl.is/skjáskot
mbl.is