Rétturinn sem mun æra saumaklúbbinn

mbl.is/Svava Gunnars

Það er mikilvægt að bjóða upp á alvörugóðgæti í saumaklúbbum (og veislum almennt) og þessi hér á eftir að gera allt vitlaust.

Það er engin önnur en Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem að heiðurinn að þessari snilld sem hún segir að slái í gegn í hvaða saumaklúbbi sem er eða sem forréttur.

Tortillur með kryddosti, skinku, döðlum, klettasalati og ristuðum furuhnetum

  • 3 pizza tortillur
  • 150 g (1 askja) laktosafrír kryddostur með beikoni og papriku frá Örnu, rifinn
  • silkiskorin skinka
  • döðlur, skornar í bita
  • klettasalat
  • balsamikgljái
  • furuhnetur
  • sojasósa

Byrjið á að þurrrista furuhneturnar á heitri pönnu. Undir lokin er smá sojasósu hellt yfir og ristað í nokkrar sekúndur til viðbótar (bara rétt til að hneturnar þorni). Leggið til hliðar.

Setjið tortillurnar (þykkari tegundina, sem er merkt pizza) á ofnplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Rífið kryddost yfir botninn og setjið silkiskorna skinku og döðlur yfir. Bakið við 200° í 5-7 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað aðeins (hann bráðnar ekki alveg en hitnar í gegn). Takið úr ofninum og stráið klettasalati og ristuðu furuhnetunum yfir. Endið á að sáldra balsamikgljáa yfir og berið fram.

mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert