Sjúklegt supernachos með sous vide kjúklingabringum

mbl.is/Linda Ben

Hvað er betra en mexíkósk súperveisla á degi sem þessum. Foreldaðar sous vide bringur eru hreinlega bót allra meina og gera tilveruna umtalsvert auðveldari - sérstaklega þegar maður nennir ekki að elda. 

Það er engin önnur en Linda Ben sem á þessa uppskrift en hún klikkar ekki frekar en fyrri daginn. 

Djúsí Kjúklinga Supernachos

  • 200 g Nachos maís flögur

  • 2 stk hægeldaðar Ali sous vide kjúklingabringur í Rodizio marineringu

  • 1 ½ dl gular baunir

  • 200 g rifinn ostur

  • 2 tómatar

  • ½ rauðlaukur

  • 2 lítil avocadó

  • 1 jalapeno

  • 1 dós Habanero sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 200°C.

  2. Setjið nachos flögur í stórt form þannig það dreifist vel úr þeim.

  3. Skerið kjúklingabringurnar í fremur litla bitastóra bita.

  4. Dreifið gulu baununum yfir og ostinum, bakið í 20 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast örlítið.

  5. Skerið tómatana, rauðlaukinn og avocadóin smátt niður og dreifið yfir. Skerið jalapenóið í sneiðar og dreifa yfir ásamt habaneró sýrða rjómanum.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert