Hversdagsrétturinn sem brýtur allar reglur

Chili con carne með tortilla-flögum á einungis 20 mínútum.
Chili con carne með tortilla-flögum á einungis 20 mínútum. mbl.is/Henrik Freek Christensen

Þessi uppskrift er þess eðlis að maður er eiginlega bara steinhissa. Rétturinn er hins vegar afar bragðgóður og mun eflaust slá í gegn á kvöldmataborðinu enda ekki von á öðru.

De Luxe Chili con Carne (fyrir 4)

  • 1 laukur
  • 2 rauðir chili
  • 1 msk. ólífuolía
  • 500 g nautahakk með lágri fituprósentu
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 1 tsk. broddkúmen
  • 1 tsk. kóríander
  • 1 stór dós tómatpurre
  • 1 dl nauta- eða kálfakraftur
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 dós rauðar nýrnabaunir
  • 25 g hakkað dökkt súkkulaði
  • Salt og pipar

Annað:

  • 100 g grísk jógúrt 10%
  • 6 gulrætur
  • Búnt af steinselju
  • Tortilla-flögur

Aðferð:

  1. Saxið laukinn. Skrapið innan úr chili-stönglunum og saxið smátt.
  2. Hitið olíu í stórum potti og steikið lauk og nautahakk í nokkrar mínútur. Setjið chili, pressaðan hvítlauk og krydd út í og blandið vel saman. Steikið í sirka 10 mínútur.
  3. Bætið tómatpurre, krafti og hökkuðum tómötum út í pottinn og látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Hrærið í á meðan. Setjið þá baunirnar út í og látið malla áfram í 10 mínútur.
  4. Takið pottinn af hellunni og smakkið til með súkkulaði, salti og pipar.
  5. Skrælið gulræturnar og skerið í strimla. Saxið steinselju og dreifið yfir.
  6. Berið fram með grískri jógúrt, gulrótum og tortilla-flögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert