Sósan tekur þennan rétt upp á næsta stig

mbl.is/Einn, tveir og elda

Sósan með þessum rétti er það sem sérfræðingarnir myndu kalla „undursamlega“. Við erum að tala um bragðlaukasinfóníu af bestu gerð sem tekur þennan rétt upp á næsta stig.

Það eru meistararnir í Einn, tveir og elda sem eiga heiðurinn að þessari uppskrift.

Þorskur í mangóhnetusósu með hrísgrjónum og fersku salati

fyrir tvo

 • 400 g þorskhnakkar
 • 100 g hrísgrjón
 • 50 g ferskt salat
 • 50 g fetaostur
 • ½ stk. rauð paprika
 • ½ stk. rauðlaukur
 • 50 ml mango chutney
 • 50 ml hnetusmjör
 • 1 msk. sojasósa

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C og stillið á blástur. Setjið þorskhnakkana í eldfast mót og kryddið með salti og pipar. Blandið saman mango chutney, hnetusmjöri og sojasósu og hellið blöndunni yfir fiskinn. Bakið fiskinn í 15-20 mínútur.
 2. Sjóðið hrísgrjón skv. leiðbeiningum á pakka.
 3. Skerið rauðlauk og papriku í bita og blandið saman við salatið ásamt fetaostinum. Berið þorskinn fram á hrísgrjónabeði ásamt salatinu. Njótið vel!
mbl.is