Tacos með hægelduðu svínakjöti og bragðmikilli sósu

mbl.is/Eva Laufey

Það er taco-þriðjudagur og þá er alltaf gaman. Hér erum við með geggjaða útgáfu af taco úr smiðju Evu Laufeyjar og þetta er ein af þessum sem gera lífið umtalsvert betra og gott betur.

Matarbloggið hennar Evu Laufeyjar er hægt að nálgast HÉR.

Tacos með hægelduðu svínakjöti og bragðmikilli sósu

Fyrir 2 – 3

• 600 g úrbeinaður svínahnakki
• 1 msk. ólífuolía
• 1 laukur
• 2 hvítlauksrif
• ½ rauður chili
• Salt og pipar
• Handfylli kóríander
• 2 tsk. paprika
• 2 tsk. allrahandakrydd
• 1 tsk. cumin
• 330 ml bjór
• 2 dl soðið vatn

Aðferð:
1. Forhitið ofninn í 160°C (blástur)
2. Hitið olíu í potti sem þolir að fara inn í ofn (helst með loki).
3. Steikið kjötið upp úr olíunni og kryddið með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan, bætið lauk, hvítlauk og chili í pottinn og steikið vel í 2 – 3 mínútur.
4. Hellið bjórnum saman við og látið sjóða í 2 mínútur. Bætið kóríander út í í lokin!
5. Setjið lokið á pottinn og inn í ofn við 160°C í 4 – 6 klukkustundir. Mjög sniðugt að gera degi áður en þið ætlið að nota kjötið.
6. Þegar kjötið er tilbúið er gott að bæta 2 dl af soðnu vatni saman við og hræra vel upp í kjötinu, rífið það í sundur og smakkið til hvort þið viljið meira salt eða pipar.
7. Geymið kjötið til hliðar á meðan þið útbúið einfalt meðlæti.

Meðlæti.

• Chipotle-sósa, uppskrift hér að neðan
• Tortilla-vefjur
• Rauðkál
• Límóna
• Kóríander
• Jalepeno
• Hreinn fetaostur

Aðferð:
1. Hitið tortilla-vefjur á pönnu.
2. Saxið rauðkál, saltið smávegis og kreistið límónusafa yfir.
3. Setjið rauðkál, svínakjöt, kóríander, fetaost og jalepeno.

Chipotle-sósan ljúfa

• 4 msk. sýrður rjómi
• 1 – 2 tsk. chipotle-mauk
• Salt og pipar, magn eftir smekk
• Safi úr hálfri límónu

Aðferð:

1. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel, smakkið ykkur til með maukinu. Byrjið á því að setja lítið og bætið frekar í ef þið viljið hafa sósuna bragðmeiri.
2. Geymið í kæli þar til þið berið hana fram.

mbl.is/Eva Laufey
mbl.is