Guðdómlegt grænmetislasagne

Grænmetislasagne af bestu gerð.
Grænmetislasagne af bestu gerð. mbl.is/Becel

Það gerist ekki betra en akkúrat þetta lasagne sem þú munt vilja gera vikulega hér eftir. Sveppir og eggaldin leynast í uppskriftinni, en þeir sem kjósa eitthvað annað en þetta grænmeti geta einfaldlega skipt út með öðrum hráefnum sem þeim líst betur á.

Grænmetis-lasagne með sveppum og eggaldin (fyrir 4)

 • 400 g sveppir
 • 1 laukur
 • 2 stór hvítlauksrif
 • ½ eggaldinn
 • 400 g tómatar í dós
 • ½ tsk. rifið múskat
 • 4 dl matvinnslurjómi
 • 200 g mozarellakúla
 • 10 lasagneplötur
 • 2 msk. smjör
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 225°C.
 2. Skerið sveppina í sneiðar. Saxið lauk og hvítlauk og skerið eggaldin í þunnar skífur.
 3. Steikið laukinn upp úr smjöri í potti og bætið sveppum og eggaldin út í. Hrærið vel í grænmetinu og bætið út í tómötum og múskati. Látið sjóða í 10 mínútur.
 4. Takið fram annan pott og setjið matvinnslurjómann þar út í og hitið að suðu. Skerið mozarella í skífur og geymið nokkrar til að setja ofan á réttinn á eftir. Setjið ostinn í pottinn og látið bráðna saman við rjómann. Smakkið til með salti og pipar.
 5. Smyrjið tómatblöndunni á botninn á eldföstu móti og leggið lasagneplötur þar ofan á, því næst tómatblöndu, rjómablöndu og aftur lasagnaplötur til skiptis. Endið með rjómablöndunni og leggið mozarella skífur ofan á.
 6. Bakið í ofni í 30 mínútur og berið fram með salati.
mbl.is