Stelpur í meirihluta í fyrsta sinn

Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, ...
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux. mbl.is/aðsend

Keppnin Kokkur ársins 2019 fer fram í Hörpu á laugardaginn og af þeim sem komust í úrslit eru þrjár konur en slíkt hefur ekki áður gerst hér á landi. 

„Þetta markar tímamót í þessari keppni því aldrei hafa fleiri konur keppt til úrslita og hlutfallið hefur aldrei áður verið þeim í vil,” segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem heldur keppnina. „Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt til að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks,” bætir Björn við. 

Þeir kokkar sem tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppni 23. mars eru: 

            • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski matarkjallarinn
            • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
            • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
            • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
            • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu

            ( í sömu röð og á myndinni sem fylgir talið frá vinstri ) 

Sigurvegarinn verður krýndur Kokkur ársins og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur. Keppnin er opin öllum frá kl. 13:00 til kl. 18:00 sem vilja koma og fylgjast með færustu kokkum landsins  Eftir það er einungis opið fyrir veislugesti.

Um kvöldið fer svo lokahluti keppninnar fram þar sem boðið verður upp á fjögurra rétta seðil í umsjá kokkalandsliðsins ásamt sigurvegara keppninnar í fyrra og árið 2007. 

Hægt er að bóka borð í gegnum netfangið chef@chef.is.


MATSEÐILL KVÖLDSINS: 

Á undan
Hráskinka & íslenskir ostar

Lystauki
ÓX Restaurant 
Villisveppaseyði, eggjarauða, brent smjör, eggjakrem 

Forréttur 
Kokkalandsliðið
Marineruð bleikja, súrumjólk, dill & hrogn

Aðalréttur
Kokkalandsliðið
Lambahryggur, kartöflur, brokolini & yuzu

Eftirréttur
Kokkur ársins 2018 Garðar Kári Garðarsson
Súkkulaði, heslihnetur, hindber og lakkrís
Kaffi & koníak 

Miðaverð kr 19.900.-
Sérvalin vín með hverjum rétti og vönduð skemtiatriði

Veislustjóri: Einar Bárðar
Skemtiatriði: Helgi Björnsson & Meistari Jakob

mbl.is/aðsend
mbl.is