Stelpur í meirihluta í fyrsta sinn

Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, …
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux. mbl.is/aðsend

Keppnin Kokkur ársins 2019 fer fram í Hörpu á laugardaginn og af þeim sem komust í úrslit eru þrjár konur en slíkt hefur ekki áður gerst hér á landi. 

„Þetta markar tímamót í þessari keppni því aldrei hafa fleiri konur keppt til úrslita og hlutfallið hefur aldrei áður verið þeim í vil,” segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem heldur keppnina. „Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt til að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks,” bætir Björn við. 

Þeir kokkar sem tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppni 23. mars eru: 

            • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski matarkjallarinn
            • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
            • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
            • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
            • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu

            ( í sömu röð og á myndinni sem fylgir talið frá vinstri ) 

Sigurvegarinn verður krýndur Kokkur ársins og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur. Keppnin er opin öllum frá kl. 13:00 til kl. 18:00 sem vilja koma og fylgjast með færustu kokkum landsins  Eftir það er einungis opið fyrir veislugesti.

<p>Um kvöldið fer svo lokahluti keppninnar fram þar sem boðið verður upp á fjögurra rétta seðil í umsjá kokkalandsliðsins ásamt sigurvegara keppninnar í fyrra og árið 2007. </p><p>Hægt er að bóka borð í gegnum netfangið chef@chef.is.</p><p><br/><strong>MATSEÐILL KVÖLDSINS: </strong></p><div> <p><em>Á undan</em><br/>Hráskinka &amp; íslenskir ostar<br/><br/><em>Lystauki</em><br/>ÓX Restaurant <br/>Villisveppaseyði, eggjarauða, brent smjör, eggjakrem <br/><br/><em>Forréttur </em><br/>Kokkalandsliðið<br/>Marineruð bleikja, súrumjólk, dill &amp; hrogn<br/><br/><em>Aðalréttur</em><br/>Kokkalandsliðið<br/>Lambahryggur, kartöflur, brokolini &amp; yuzu<br/><br/><em>Eftirréttur</em><br/>Kokkur ársins 2018 Garðar Kári Garðarsson<br/>Súkkulaði, heslihnetur, hindber og lakkrís<br/>Kaffi &amp; koníak <br/><br/>Miðaverð kr 19.900.-<br/>Sérvalin vín með hverjum rétti og vönduð skemtiatriði</p> <div> <p>Veislustjóri: Einar Bárðar<br/>Skemtiatriði: Helgi Björnsson &amp; Meistari Jakob<br/><br/></p> </div> </div>
mbl.is/aðsend
mbl.is