Svona getur þú kælt volga gosdós á tveimur mínútum

Köld gosdós er gulli betri.
Köld gosdós er gulli betri.

Húsráðin bjarga lífinu gott fólk og þetta ráð er eitt af þeim sem nauðsynlegt er að kunna. Hvernig kælir maður volga gos- eða bjórdós snögglega? Hér er svarið.

  1. Augljósasta leiðin er að stinga henni inn í frysti en það tekur alltaf 25-30 mínútur. Svo er það reyndar fremur varasamt þar sem maður getur auðveldlega gleymt dósinni og þá springur hún. Sem er ekki skemmtilegt. Við mælum því ekki með þessari aðferð þar sem hún er bæði áhættusöm og tímafrek.
  2. Stingdu dósinni í klakafötu. Góð aðferð en tekur tíma.
  3. Stingdu dósinni í klakafötu með vatni. Tekur helmingi skemmri tíma... bara nokkrar mínútur. 
  4. Stingdu dósinni í klakafötu með vatni og salti. Tekur helmingi skemmri tíma en hér að ofan.
  5. Og að lokum.... stingdu dósinni í klakafötu með vatni og salti og snúðu henni reglulega eða hafðu hana á hreyfingu í vatninu. 

Þar hafið þið það. Kláralega partýtrix ársins. 

Tab var alltaf best ískalt.
Tab var alltaf best ískalt.
mbl.is