Espresso með sælkerahráefni

Espresso martini er vel þeginn í lok vikunnar.
Espresso martini er vel þeginn í lok vikunnar. mbl.is/Nicolas Vahé

Stundum langar okkur í einn fullorðinsdrykk í lok vikunnar og þá er ekkert því til fyrirstöðu að láta það eftir sér. Við rákumst á þessa espresso martini uppskrift hjá Nicolas Vahé – en þeir sem til þekkja vita að þar eru sannkallaðar sælkeravörur á ferðinni.

Espresso fyrir fullorðna (fyrir 1)

  • 4 cl vodka
  • 4 cl Kahlua
  • 50 ml Nicolas Vahé Espresso-ískaffi / Irish rum
  • Klaki
  • Kaffibaunir

Aðferð:

  1. Hristið vodka, Kahlua, Espressó í klaka og kaffi.
  2. Hellið í hanastélsglös og skreytið með 2-3 kaffibaunum.
Vörurnar frá Nicolas Vahé fást í Fakó Verzlun.
Vörurnar frá Nicolas Vahé fást í Fakó Verzlun. mbl.is/Nicolas Vahé
mbl.is/Nicolas Vahé
mbl.is