Omnom með sjúklega páskakanínu

mbl.is/Omnom

Súkkulaðinaggar geta tekið tryllinginn af eftirvæntingu því páskakanínan í ár er frá Omnom. Um er að ræða 300 g lakkríssúkkulaðiskúlptúr sem myndi sóma sér vel á hvaða hönnunarsafni sem er.

Kanínan ber hið virðulega nafn Mr. Carrots og í tilefni útgáfu hennar verður Omnom með leik þar sem nokkrir heppnir naggar fá að skreyta sína eigin kanínu. Kanínuna er hægt að forpanta núna en upplagið er takmarkað þannig að það er eins gott að tryggja sér eintak í tíma.

Hægt er að taka þátt í leiknum góða HÉR.

mbl.is/Facebook
mbl.is/Omnom
mbl.is