Franska veislan var einstaklega glæsileg

Maturinn var einstaklega glæsilegur eins og sjá má.
Maturinn var einstaklega glæsilegur eins og sjá má. Árni Sæberg

Alþjóðlega veislan „Goût de / Good France“ var haldin í fimmta skipti og var einstaklega glæsileg eins og fyrri ár.

Matseðlarnir í boði voru undir áhrifum frá Provencehéraði í Frakklandi sem skartar bæði skíðasvæðum í Alpafjöllum, sólarströndum við Miðjarðarhaf og öllu þar á milli. Þátttaka í veislunni hefur vaxið jafnt og þétt og í fyrra buðu 3.500 veitingahús í 152 löndum matseðla undir merkjum hennar. Íslensku veitingahúsin, sem taka þátt í veislunni að þessu sinni, eru AALTO Bistro, The Lobsterhouse og Le Bistro, öll í Reykjavík, og í fyrsta skipti nær veislan út fyrir Reykjavík því Múlaberg bistro & bar á Akureyri hefur nú slegist í hópinn.

Frönsk matgerðarlist er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og það sem hefur jafnan einkennt hana er virðing fyrir hráefnunum og umhverfinu, að neyta þess sem fæst á næstu grösum, samneyti, gleði og lífsnautn. Og í veisluréttunum er kappkostað að stilla fitu-, sykur- og saltnotkun í hóf, segir meðal annars í fréttatilkynningu. 

Matreiðslumenn nostruðu við matinn.
Matreiðslumenn nostruðu við matinn. Árni Sæberg
Matarboð í Franska sendiráðinu
Matarboð í Franska sendiráðinu Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert