Nei, hættu nú alveg Eva Laufey!

mbl.is/Eva Laufey

Þið þarna úti á ketó getið bara pakkað saman núna því þetta er búið. Þökk sé Evu Laufey því það er ekki möguleiki á að þessi helgi muni líða án þess að þessi sprengja verði bökuð á öllum heimilium. Hún gæti því allt eins heitið „síðasta freistingin“ og er vel að því ónefni komin því fallegri, hátíðlegri, lekkerari köku er vart hægt að finna. Hin fullkomna FML kaka eins og einhverjir myndu segja. 

Matarblogg Evu Laufeyjar er hægt að nálgast HÉR.

MARENGSBOMBAN

TVÖFÖLD UPPSKRIFT

• 8 stk. eggjahvítur
• 400 g sykur
• 1 tsk. lyftiduft
• Salt á hnífsoddi

1. Forhitið ofninn í 130°C. (blástur)
2. Stífþeytið eggjahvíturnar, þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið þið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu.
3. Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef þið ætlið að útbúa ákveðið form eins og til dæmis tölustafi, annars getið þið bara skellt blöndunni á formið og mótað að vild.
4. Þessi uppskrift er sem fyrr segir tvöföld og ég náði fjórum botnum.
5. Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur.
6. Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna.

Rjómafylling

  • 500 ml rjómi
  • 500 ml jurtarjómi
  • 3 tsk. flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 100 g hakkað súkkulaði með sjávarsalti og karamellukurli (eða annað gott súkkulaði að eigin vali)

Aðferð:

1. Stífþeytið bæði rjóma og jurtarjóma, blandið vel saman og bætið flórsykri, vanillusykri og hökkuðu súkkulaði út í.
2. Setjið rjómafyllinguna í sprautupoka og sprautið á milli botnana og yfir kökuna.
3. Skreytið með fallegum blómum og makkarónum.

mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is