Hið fullkomna harðsoðna egg

Þetta egg er linsoðið en til að ná því þannig ...
Þetta egg er linsoðið en til að ná því þannig skaltu láta eggið sitja í sex til sjö mínútur í pottinum. Ljósmynd/Leveres av Bonnier Publications A/S

Ertu ekki alveg með á hreinu hversu lengi þú átt að sjóða eggin til að þau verði algjörlega fullkomin? Við erum að tala um soðin í gegn en aðeins rétt svo, þannig að þau bókstaflega bráðni í munninum.

Aðferðin er einföld. Það eina sem þú þarft að muna er talan ellefu.

Settu eggin í pottinn, láttu suðuna koma upp og þegar vatnið er byrjað að sjóða slekkurðu undir (þetta á augljóslega aðeins við þegar þú notar span eða gas). 

Láttu eggin standa í lokuðum pottinum í nákvæmlega ellefu mínútur. Að þeim tíma liðnum hellir þú vatninu af og lætur kalt vatn buna í pottinn og kælir þannig eggin eins hratt og þú getur til að stöðva alla eldun sem gæti átt sér stað inn í egginu fái það að haldast heitt. 

Mundu svo að það er auðveldara að flysja eldri egg en ný. Eins galið og það kann að hljóma. 

Egg eru allra meina bót.
Egg eru allra meina bót. Ljósmynd/moyerschicks.com
mbl.is