McDonalds hefur hannað hinn fullkomna sófa

mbl.is/McDonalds

Hvern hefði grunað en satt er það og þetta meistarastykki er með nýjungum sem fæstum ykkar hefði sjálfsagt dottið í hug.

Um er að ræða forláta eintak sem hannað var í samstarfi við Lazy Boy og eingöngu eru til örfá eintök af honum.

Sófinn er með innbyggðan kæli, símahleðslustöð, upplýsta glasahaldara, hallanlegum bökum og fótstuðningi, teppi ef þér verður kalt og svo auðvitað er hann úr efni sem verður ekki skítugt.

Þetta er klárlega draumasófi flestra sófakartafla og nú er bara að finna leið til að eignast eintak. 

mbl.is/McDonalds
mbl.is/McDonalds
mbl.is