Geggjuð skúffukaka sem kemur á óvart

mbl.is/Gotterí og gersemar

Þetta meistaraverk er umtalsvert einfaldara að gera en margan grunar. Kakan mætti á bekkjarkvöld í Varmárskóla á dögunum og sló í gegn. 

Að sögn Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is var það Lillý vinkona hennar sem bakaði þessa ótrúlega fallegu köku sem að auki er glútein- og mjólkurlaus. 

Kakan sjálf er 1 x Betty Crocker Devils Food Glutein Free Cake Mix, útbúin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hellt í ofnskúffu, íklædd bökunarpappír.

Kremið er síðan: 125 gr. smjörlíki (við stofuhita), 500 gr. flórsykur, 2 tsk. vanilludropar, 2 msk. síróp og smá vatn ef það þykir of þykkt.

Síðan litaði hún kremið í mismunandi litum og skreytti bæði með rósamynstri, blúndumynstri, stjörnum og öðru skemmtilegu. Heyrst hefur að þetta sé flottasta og besta kaka sem hafi mætt á bekkjarkvöld í 1. bekk í Varmárskóla!

mbl.is/Gotterí og gersemar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert