Sigurjón Bragi kokkur ársins

Sigurjón Bragi Geirsson var að vonum kátur með sigurinn.
Sigurjón Bragi Geirsson var að vonum kátur með sigurinn. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, sigraði í keppninni Kokkur ársins 2019, sem fór fram í Hörpu í gærkvöldi.

Í öðru sæti var Rúnar Pierre Heriveaux, matreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu, og í þriðja sæti var Iðunn Sigurðardóttir, matreiðslumeistari í Íslenska matarkjallaranum.

Eliza Reid forsetfrú og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhentu sigurvegurum kvöldsins verðlaunin um 23 í gærkvöldi að viðstöddum um 200 gestum.

Þau sem kepptu í ár voru:

• Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski matarkjallarinn
• Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
• Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
• Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
• Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu

Kokkur ársins hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda 2020. Í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair. 
mbl.is