Verðandi móðir eldar 152 máltíðir

Jessica May Magill er ofurskipulögð þegar kemur að mat.
Jessica May Magill er ofurskipulögð þegar kemur að mat. mbl.is/Dailymail.co.uk

Erum við að tala um skipulögðustu mömmu ársins eða eina sem er snargalin? Hvort sem er þá mun fjölskylda Jessicu May Magill ekki skorta mat í dágóðan tíma.

Jessica tók hreiðurgerðina á næsta plan er hún ákvað að undirbúa komu fjórða barn síns á óvenjulegan máta. Jessica er komin 37 vikur á leið og á von á fjórða barninu sínu, þar sem það elsta er 4 ára. Með bjúg á báðum fótum ákvað Jessica að undirbúa kvöldmat, snarl og nesti til að auðvelda öllum heimilislífið næstu mánuði.

Við erum að tala um rosalegt magn af mat – allt frá kjötbollum, pastaréttum, kjúklingi í karrý, enchiladas, bananabrauði, múslístöngum, snúðum og svona mætti lengi telja. Allt í allt 152 máltíðir og 228 snakkbitar í hollari kantinum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jessica eldar í stórum skömmtum því á 14 viku eldaði hún 43 máltíðir og 38 snakkbita undir 120 dollurum. Hún einbeitir sér að hagstæðum matarinnkaupum og langar að deila því með öðrum. Geri aðrir betur!

Við erum að tala um 152 máltíðir sem Jessica er …
Við erum að tala um 152 máltíðir sem Jessica er búin að útbúa fyrir sig og fjölskylduna og setja í frysti. mbl.is/Dailymail.co.uk
228 snakkbitar fyrir börnin þrjú á heimilinu, en Jessica á …
228 snakkbitar fyrir börnin þrjú á heimilinu, en Jessica á von á fjórða barninu sínu. mbl.is/Dailymail.co.uk
Elsti hjálparkokkurinn er 4 ára.
Elsti hjálparkokkurinn er 4 ára. mbl.is/Dailymail.co.uk
Gengin 37 vikur með bólgna ökkla ákvað hún að elda …
Gengin 37 vikur með bólgna ökkla ákvað hún að elda máltíðir sem munu duga fjölskyldunni í óratíma eftir fæðingu fjórða barnsins. mbl.is/Dailymail.co.uk
mbl.is