Blue Moon kominn til Íslands

Bjóráhugamenn og -konur geta tekið gleði sína því enn fjölgar í bjórflórunni hér á landi en hinn eini sanni Blue Moon er kominn í sölu í verslunum Vínbúðarinnar. 

Viðtökur Blue Moon hafa verið framar vonum en eins og venjan er með nýjar bjórtegundir þá byrja þær í sölu í fjórum af verslunum Vínbúðarinnar og ef salan fer vel af stað fer útsölustöðum fjölgandi. „Fyrsta sending Blue Moon kom í búðir í lok síðasta árs og á aðeins þremur mánuðum er Blue Moon kominn í 11 verslanir, átta á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, Selfossi og á Akureyri. Auk þess er hann fáanlegur á veitingastöðunum B5, American Bar, Petersen svítunni og Kryddi,“ segir Bjarni Brandsson hjá Vínföngum sem er innflutningsaðili Blue Moon.

Blue Moon kom fyrst á markað í Denver í Colorado árið 1995 og heillaði strax bjórunnendur jafnt sem aðra bjórframleiðendur og ýtti af stað handverksbjórmarkaðnum í Bandaríkjunum eins og við þekkjum hann í dag. Tæpum 25 árum síðar er Blue Moon mest seldi kraftbjórinn vestanhafs samkvæmt sölulistum og er nú fáanlegur í meira en 25 löndum víðs vegar um heiminn.

mbl.is