Sultaður rauðlaukur er algjört sælgæti

Sultaður rauðlaukur er frábær á t.d. hamborgara.
Sultaður rauðlaukur er frábær á t.d. hamborgara. mbl.is/Madensverden.dk

Við erum að tala um auðveldustu útfærslu á sultuðum rauðlauk sem smakkast eins og sælgæti á hamborgara sem og annan mat. Þú þarft ekkert að hugsa þig um – bara draga fram krukku og baða rauðlaukinn upp  úr ediki og nokkrum piparkornum. Ef þú þorir í djarfara bragð má vel setja engifer eða kanilstöng út í til að krydda blönduna aðeins meira.

Sultaður rauðlaukur er algjört sælgæti

  • 150 g vatn
  • 150 g edik
  • 75 g sykur
  • 10 piparkorn
  • 4 rauðlaukar

Aðferð:

  1. Setjið lítinn pott á borðvigt og vigtið vatn, edik og sykur þar ofan í. Setjið líka piparkornin í pottinn.
  2. Hitið blönduna og hrærið þar til sykurinn hefur blandast vel saman við.
  3. Takið pottinn af og leyfið blöndunni að kólna.
  4. Skerið rauðlaukinn í þunnar skífur eða aðeins þykkari báta, allt eftir smekk.
  5. Setjið laukinn í krukku með loki. Hellið edikblöndunni yfir og veltið krukkunni aðeins. Setjið blönduna inn í ísskáp í það minnsta 3 tíma áður en þú notar hann, helst yfir sólarhring.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert