Hversdagsréttur við allra hæfi

Hversdagsréttur við allra hæfi
Hversdagsréttur við allra hæfi mbl.is/Betina Hastoft

Ef að allir réttir myndu vera þess gerðir að maður gæti útbúið þá deginum áður, þá væri lífið stundum léttara. Hér ertu að fá pönnukökur í kvöldmat – framreiddar í eldföstu móti með spínati og ricotta. Uppskriftin er áætluð fyrir sex eða fjóra mjög svanga.

Pönnukökur í fati með spínati og ricotta (fyrir 6)

Pönnukökudeig:

 • 250 g hveiti
 • 2 egg
 • 2 msk ólífuolía
 • Salt og pipar
 • 2½ dl mjólk
 • 2 dl vatn
 • Olía til steikingar

Fylling og sósa:

 • 500 g spínat
 • 250 g ricotta
 • 2 egg
 • 100 g rifinn parmesan
 • Salt og pipar
 • 250 g hakkaðir tómatar
 • 3 msk. ólífuolía
 • 2 msk. balsamik
 • 2 msk. oregano krydd
 • Salt og pipar
 • 125 g mozzarella

Aðferð:

 1. Setjið hveiti í skál ásamt eggjum, olíu, salti, pipar, mjólk og vatni. Piskið vel saman og látið hvíla í 30 mínútur.
 2. Hitið olíu á pönnu og bakið pönnukökurnar þar til gylltar á hvorri hlið fyrir sig.
 3. Hitið spínatið á pönnu og pressið vökvann frá. Setjið í blandara og hakkð smátt. Blandið spínatinu saman við ricotta, egg og rifinn parmesan. Saltið og piprið.
 4. Hitið ofninn á 180°C. Dreyfið spínatfyllingunni á pönnukökurnar og rúllið þeim saman. Leggið í eldfast mót.
 5. Hrærið hökkuðu tómatana saman við 2 msk af ólífuolíu, balsamik og 1 msk af oregano. Saltið og piprið.
 6. Dreyfið tómatblöndunni yfir pönnukökurnar og stráið mozzarella yfir. Kryddið með 1 msk af oregano og dreypið örlítið af ólífuolíu yfir.
mbl.is
Loka