Kjúklingur með stökku beikoni og geggjaðri sósu

mbl.is/Einn, tveir og elda.

Ef það er eitthvað sem gerir góðan dag enn betri er það tilhugsunin um að gæða sér á dásemdar kjúklingi með þessu líka svaðalega meðlæti.

Við erum að tala um hunangs-sinnepssósu sem slær nákvæmlega enga feilnótu og svo auðvitað beikon. Hvað þarf meira í lífið?

Þessi meistarauppskrift kemur úr smiðju Einn, tveir og elda.

Lágkolvetna Honey mustard kjúklingur með stökku beikoni

  • 2 kjúklingabringur
  • 4 sneiðar af beikoni
  • 2 msk. dijon sinnep
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. sojasósa
  • 2 msk. ólífuolía
  • 200 ml rjómi
  • 100 g spínat

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c og stillið á blástur. Hrærið saman dijon sinnepinu, hunanginu, sojasósu og ólífuolíu. Leggið bringurnar í sósuna.
  2. Hitið 2-3 msk af olíu á pönnu, steikið kjúklingabringurnar í 2 mínútur á hvorri hlið. Bætið þá restinni af honey mustard sósunni útá pönnuna ásamt rjómanum og hitið að suðu.
  3. Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu þar til orðið nokkuð stökkt.
  4. Færið kjúklinginn í eldfast mót ásamt sósunni, stráið beikoninu vel yfir báðar bringurnar og bakið í ofni í 10-15 mínútur. Berið fram ásamt fersku spínati eða meðlæti að eigin vali. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert