Vinsælustu bollur í heimi?

Hot cross buns, brauðbollur sem Englendingar borða alltaf á föstudeginum …
Hot cross buns, brauðbollur sem Englendingar borða alltaf á föstudeginum langa. mbl.is/Betina Hastoft

Það fer ekkert á milli mála að páskarnir eru handan við hornið. Matvöruverslanir eru að fyllast af súkkulaðieggjum og við fáum nettan valkvíða fyrir valinu í ár. En páskarnir er svo notalegur tími og þá er um að gera að gera vel við sig með súkkulaði og nýbökuðum bollum sem falla alltaf vel í kramið hjá mannskapnum.

Hot cross buns eru brauðbollur með rúsínum og þekkt páskahefð á Englandi. Bollurnar eru borðaðar á föstudeginum langa sem útskýrir krossinn á bollunum en hefur ekkert með bragðið að gera.

Vinsælustu bollur Breta – Hot cross buns

  • 3,5 dl mjólk
  • 125 g sykur
  • 50 g smjör
  • 50 g ger
  • 500 g hveiti
  • 1 egg
  • 2 tsk. brúnkökukrydd
  • 2 tsk. kanill
  • 100 g rúsínur
  • 1 dl hveiti
  • 0,5 dl vatn

Gljái:

  • 125 g sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 tsk. gelatín

Aðferð:

  1. Hellið mjólk, sykri og smjöri saman í pott og hitið án þess að það sjóði. Leysið gerið upp í mjólkurblöndunni.
  2. Hellið hveiti í stóra skál ásamt eggi, kryddum og rúsínum.
  3. Hellið mjólkurblöndunni yfir og hnoðið þar til deigið er mjúkt og slétt. Leyfið deiginu að hefast í 1 tíma eða þar til það hefur tvöfaldað sig.
  4. Skiptið deiginu í 12 bita og rúllið upp sem bollum. Leggið þær á bökunarpappír á plötu, og hafið þær þétt saman eða þannig að þær rétt snerti hver aðra. Leyfið bollunum að hefast í sirka hálftíma í viðbót.
  5. Hitið ofninn í 200°. Hrærið hveiti og vatni saman svo það klístri. Hellið blöndunni í sprautupoka og teiknið kross á bollurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert