Friðgeir Ingi hefur loksins opnað

mbl.is/Facebook

Þau gleðitíðindi berast af Laugaveginum að Eiriksson Brasserie hafi loksins opnað en fólkið á bak við staðinn eru hjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir.

Framkvæmdir við húsnæðið hafa staðið yfir nokkuð lengi en það lítur svo sannarlega út fyrir að biðin hafi verið þess virði. Þeir sem mættu um helgina höfðu orð á því að staðurinn væri bæði langtum glæsilegri en áður hefði sést hér á landi auk þess sem maturinn væri frábær. 

Matarvefurinn mun fjalla frekar um opnunina á næstu dögum.

mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is