Ketó kakó að hætti Vorhúss

Vinsælu bollarnir frá Vorhús sem flest okkar þekkja.
Vinsælu bollarnir frá Vorhús sem flest okkar þekkja. mbl.is/Vorhus.is

Við rákumst á girnilega ketó kakóuppskrift hjá íslenska hönnunarfyrirtækinu Vorhús en við þekkjum það einna helst fyrir falleg munstur á bollum og textíl, fengin úr íslenskri náttúru.

Starfsmenn Vorhúss eru engin undantekning þegar kemur að keto mataræði og hafa þeir gert ýmsar tilraunir í eldhúsinu með kakó og kaffi. Þessi uppskrift þykir sú allra besta og vel þess virði að prófa. Enda erum við enn að taka á móti snjó og byl hér á landi og því ágætt að hlýja sér við heitan bolla.

KETÓ kakó Vorhúss

  • 150 ml af heitu vatni sett í bolla
  • 1 msk. af smjöri hrært út í
  • 1 msk. af kakó (appelsínugula kakóið frá Chadbury)
  • 4 msk. laktósafrír rjómi frá Örnu

Aðferð:

  1. Hrærið vatni, smjöri og kakó saman þar til smjörið hefur bráðnað.
  2. Bætið rjómanum út í.
  3. Dass af þeyttum rjóma fer ofan á og smávegis af kakódufti á toppinn.
Hversu girnilegt! Starfsmenn Vorhúss hafa fundið hina einu sönnu ketó …
Hversu girnilegt! Starfsmenn Vorhúss hafa fundið hina einu sönnu ketó uppskrift að kakóbolla. mbl.is/Vorhus.is
mbl.is